Næsta ferð 3. september: Skeiðsvatn-göngu- og núvitundarferð

Skeiðsvatn. Göngu- og núvitundarferð

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Mæting við skrifstofu FFA og sameinast í bíla. Ekið á einkabílum að Skeiði í Svarfaðardal. Gengið er fram að Skeiðsvatni í Vatnsdal eftir þægilegum slóða. Haustlitir og stórbrotin fjallasýn einkenna leiðina. Við vatnið verður leidd stutt núvitundaræfing sem miðar að því að dýpka upplifun þátttakenda. Ferð við flestra hæfi. Vegalengd um 8 km. Gönguhækkun 190 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

Skráning