- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Seljahjallagil
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Herdís Zophoníasdóttir og Þuríður Hallgrímsdóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Áætlaður göngutími er 6–7 klst.
Ekið að bænum Garði í Mývatnssveit þar sem bílum er lagt. Gengið eftir jeppaslóð í Seljahjallagil og sama leið til baka. Það er mögulegt að ganga upp úr gilinu og skoða útsýnið niður í gilið sem er afar stórfenglegt. Vegalengdin er um það bil 18 km. Hækkun 200 m. Þeir göngugarpar sem vilja geta farið í Jarðböðin (ekki innifalið í verði). Munið að skrá ykkur hér
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og tveggja metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt meðferðis.