- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Leirhnjúkur-Reykjahlíð Nýtt
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þuríður Anna Hallgrímsdóttir
Verð: 4.500/3.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að bílastæði við Leirhnjúk norðan Kröfluvirkjunar. Fyrst er gengið að sprengigígnum Víti og þaðan að Leirhnjúk. Frá Leirhnjúk er fylgt stikaðri leið til Reykjahlíðar sem fylgir að mestu hrauninu frá 1727 sem kallast Eldá. Leiðin liggur við suðurrætur Hlíðarfjalls og hægt að hafa viðkomu á fjallinu. Vegalengd um 15 km og engin hækkun, en 300 m sé gengið á Hlíðarfjall. Selflytja þarf bíla á milli Reykjahlíðar og Leirhnjúks. Athugið að leiðin er grýtt á köflum og nokkuð seinfarin. Gott að hafa flugnanet með til öryggis.
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og eins metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt meðferðis.