Næsta ferð 21. maí: Gengið um Hegranes

Gengið um Hegranes

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Ekið er sem leið liggur til Sauðárkróks. Fyrst er gengið frá bænum eftir Borgarsandi að Vesturósi Héraðsvatna þar sem Jón Ósmann var ferjumaður. Frá ósnum er ekið svolítinn spotta fram Hegranesið að vestan. Síðari hluti göngunnar hefst sunnan við bæinn Helluland. Gengið inn að miðju Hegraness og eftir bergjunum en þaðan er prýðilegt útsýni til allra átta, m.a. yfir falleg stöðuvötn. Gangan endar við félagsheimilið í sveitinni. Leiðin liggur um mýrasund, grasi vaxna hvamma, holt, móa og hamra. Stansað verður einnig við hið forna Hegranesþing. Vegalengd um 12 km. Gönguhækkun óveruleg.
Verð: 13.000/15.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför, því er æskilegt að skrá sig í ferðina eigi síðar en 18. maí nk.

Skráning