- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Mývatn: Jarðfræði, virkjun jarðhita
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Brottför frá Kröflustöð kl. 9:30.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson
Ekið að Kröfluvirkjun, gengið að Hrafntinnuhrygg og þaðan upp á Kröflu (827 m) sem er frábær útsýnisstaður. Síðan liggur leiðin niður að Víti og á Þríhnúka þar sem sér vel til Leirhnjúks, gengið þaðan yfir hraun og misgengi og að Kröflustöð. Gengið eftir slóðum og mólendi, yfirleitt er leiðin greiðfær, þó gæti verið nokkur leir á hluta hennar.
Vegalengd alls 10-11 km. Gönguhækkun 500 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.