Næsta ferð 15. ágúst: Bláskógavegur

Bláskógavegur skorskor

Brottför kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson.
Verð: 11.000/9.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Ekið til Húsavíkur og Þeistareykjaveg að Sæluhúsmúla eða Rauðhól. Þaðan verður gengin hin forna leið Bláskógavegur (ath. ekkert vatn er á leiðinni) að býlinu Undirvegg í Kelduhverfi þar sem rútan bíður göngugarpa. Komið við í Gljúfrastofu ef aðstæður leyfa. Vegalengd um 21 km. Lítil hækkun. Munið að skrá ykkur hér
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis og andlitsgrímu í rútunni.