- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Trjá- og blómaskoðunarferð í Hörgárdal Nýtt
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Brynhildur Bjarnadóttir
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Miðhálsstaðaskógi þar sem bílum verður lagt. Gengið inn í skóginn, fræðsla og umræður um trjágróður. Síðan verður lagt af stað upp Staðartunguháls og á leiðinni skoðum við þau blóm sem á vegi okkar verða. Fræðsla um gróður og gildi hans í náttúrunni. Ferð við flestra hæfi. Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 370 m.