Næsta ferð 12. júní: Grasárdalshnjúkur

Grasárdalshnjúkur 1277 m

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Viðar Sigmarsson og Una Þórey Sigurðardóttir
Verð: 4.500/3.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er að Reykjum í Hjaltadal í Skagafirði þar sem gangan hefst og endar. Gengið fram Grjótárdal og upp Fremri-Grasárdal og þaðan á topp Grasárdalshnjúks. Til baka yrði farin sama leið eða niður í Ytri-Grasárdal og Grjótárdal að Reykjum. Ægifagurt útsýni er af hnjúknum. Vegalengd alls 14-16 km. Gönguhækkun um 1060 m. Ráðlegt er að hafa meðferðis ísexi og brodda, þeir sem það eiga.

Skráning