- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Almenningshnakki 929 m. Nýtt
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Björn Z. Ásgrímsson
Verð: 4.500/3.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gangan hefst við afleggjarann að Lambanes-Reykjum í Fljótum. Gengið er fyrir mynni Torfdals í átt að Nautadal og síðan haldið upp Fellahlíðina. Þegar komið er í 500-600 metra hæð á Breiðafjalli blasir Almenningshnakkinn við. Greið leið er þaðan á Hnakkann, oft er snjór á leiðinni en yfirleitt ekki til trafala. Almenningshnakki er hæsta fjall í fjallahring Siglufjarðar. Héðinsfjörður, Siglufjörður og öll Fljótin blasa vel við. Gengið er sömu leið til baka að upphafsstað. Vegalengd alls 16 km. Gönguhækkun 880 m.