Næsta barna- og fjölskylduferð 2. júlí: Nýphólstjörn - veiðiferð

Barna- og fjölskylduferð: Nýphólstjörn. Veiðiferð

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir
Bílum er lagt við bæinn Stóru-Tjarnir í Þingeyjarsveit. Þaðan er gengið eftir slóða upp að vatni sem er á milli hæða í landinu. Þægileg ganga upp hæðina en aflíðandi hækkun á leiðinni að vatninu. Hægt er að veiða í vatninu svo gott er að hafa veiðistangir með og annað sem til þarf og tilheyrir veiði, s.s. flugnanet og eitthvað undir veiðina.
Heildarvegalengd 2,9 km. Gönguhækkun 250 m.
Ferðin tekur u.þ.b. 4 - 5 klst.
FRÍTT

Skráning