- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjórar: Sigurlína Jónsdóttir og Frímann Guðmundsson
Verð: kr. 4.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið á hæsta fjall við byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði (1538 m). Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið, gengið norður eftir tindunum Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu (1213 m) og Ytrisúlu (1244 m). Gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Vegalengd um 20 km. Topp ferð.