- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Nú er að hefjast fyrri gönguvika sumarsins, í kvöld er það Jónsmessuferð á Miðvíkurhnjúk 560 m.
Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá veginum við Hrossagil efst í Víkurskarði. Af fjallinu blasir Eyjafjörðurinn við og fjöllin vestan hans. Þægileg ganga við flestra hæfi. Vegalengd alls 5 km. Gönguhækkun 270 m. Munið að skrá ykkur hér.
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis og taka tillit til ferðafélaga nú þegar tveggja metra reglan er valkvæð.