Gloppa – Brandi

Göngutilhögun: Þátttakendum verður skipt í tvo hópa, leggur annar upp frá Gloppu en hinn frá Stóra-Dal og mætast á miðri leið. Leiðin liggur frá eyðibýlinu Gloppu um Gloppugil, Gloppuskarð upp á hábungu fjallsins í 1300m hæð. Farið er niður í dalbotninn,  norður yfir ána og niður dalinn heim að Stóra-Dal. Þegar lagt er upp frá Stóra-Dal er farið beint upp frá bænum og fram  dalinn norðan ár. Í þessari tilhögun skipta hópar á ökutækjum fyrir heimferðina.
Gönguhækkun 1020m.
Fararstjóri: Una Sigurðardóttir
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 8.00