- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Timburvalladalur - Hjaltadalur. Fjallahjólaferð á rafhjóli
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson
Ekið fram í Timburvalladal með hjól á kerrum. Ferðin hefst við Bakkasel í Timburvalladal. Hjólað yfir brú á Bakkaá og stefnan tekin á gangnamannskálann Staupastein í Hjaltadal. Hjaltadalur er vel gróinn og umhverfi mjög fallegt. Þetta er ferð sem hentar þeim sem eru að byrja á rafmögnuðum fjallahjólum. Vegalengd 36 km. Hækkun 250 m. Gátlisti fyrir ferð.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á sérhönnuðum kerrum.