Fleiri fjöll - nýr gönguhópur haustið 2020

Athugið að skráningu lýkur 9. september og verkefnið hefst 10. september.

„Fleiri fjöll“ er fyrir fólk sem hefur einhverja reynslu af fjallgöngum og vill halda áfram að bæta við þekkingu sína og reynslu í fjallamennsku. Hentar vel til að halda sér í góðu gönguformi og bæta þol og kraft. Byrjað verður á léttari gönguferðum en síðan aukið smám saman við gönguhraðann og farið í meira krefjandi aðstæður. Fjallgöngur að vetri, búnaður og rötun.

Þátttakendur þurfa að vera í ágætis gönguformi og miðast þyngdarstig og gönguhraði við þrjá til fjóra skó. Um er að ræða gönguhóp sem haldið verður vel utan um m.a. með öruggri fararstjórn, fésbókarsíðu og góðri upplýsingagjöf.

Verkefnið hefst 10. september og stendur fram í desember. Sjá ferðaplan hér

Farnar verða 10 ferðir auk nokkurra fræðslukvölda. Ferðirnar verða á fimmtudögum kl. 18 og laugardögum eða sunnudögum kl. 9.00.
Um helgar er gert ráð fyrir dagsferðum sem taka 5 – 7 tíma en á fimmtudögum eru ferðirnar styttri eða 2 – 3 tímar.

Lágmarksfjöldi er 12 þátttakendur og hámarksfjöldi 20.

Umsjón með verkefninu hafa Einar Bjarki Sigurjónsson og Christina Finke sem einnig eru fararstjórar.

Verð: 39.000 kr. fyrir félaga í FFA eða FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra bætist félagsgjald í FFA við sem er 8.600 kr.

Ekki er hægt að hafa kynningarfund vegna COVID-19 en við bendum á kynningu á verkefninu sem komin er á fésbókarsíðu FFA https://www.facebook.com/einarbjarki.sigurjonsson/videos/3524915740861013

Skráningu lýkur 9. september og verkefnið hefst 10. september. Hægt er að skrá sig (nafn, kennitala og símanúmer) á ffa@ffa.is. Þangað er einnig hægt að beina fyrirspurnum svo og hringja í síma 462 2720 á milli kl. 14 og 17.