- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Ferðafélag Akureyrar leitar að skálavörðum til starfa í Herðubreiðarlindum, Drekagili og Laugafelli sumarið 2020. Tímabilið sem um ræðir er frá miðjum júní og fram í september. Leitað er að fólki sem getur unnið stærstan hluta tímabilsins en einnig er möguleiki að ráða i styttri tíma.
Starfið felst í móttöku gesta, þrifum og samskiptum við landverði og ferðaþjónustuaðila svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund og hafi góða tungumálakunnáttu, sé handlaginn og greiðvikinn.
Nánari upplýsingar um starfið í Laugafelli veitir Einar Hjartarson í síma 842 7824. Um starfið í Herðubreiðarlindum og Drekagili veita upplýsingar þau Hilmar Antonsson í síma 862 3262 og Fjóla Kristín Helgadóttir í síma 821 1296 (eftir kl. 16.00). Umsóknir skal senda á ffa@ffa.is fyrir 10. mars og þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir.