- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Haukur F. Valtýsson.
Ekið í Vaglaskóg að Efri-Vöglum þar sem gangan hefst. Gengið er upp hlíðina eftir stikaðri leið og á Hálshnjúkinn með heimamanni. Af hnjúknum er frábært útsýni yfir Fnjóskadal og Ljósavatnsskarð. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 4 km. Gönguhækkun um 400 m.
Verð: 2.500/4.000. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.