- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Út er komin bókin FJÖLLIN Í GRÝTUBAKKAHREPPI, eftir Hermann Gunnar Jónsson, fjallgöngugarp.
Bókin er tvískipt. Annars vegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í
Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókarbrot. Hins vegar er um að ræða
13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfir á Flateyjardal um
Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal, Fjörður og Látraströnd.
Yfir 280 ljósmyndir eru í bókinni, 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu og gps-hnit eru til glöggvunar fyrir lesandann. Við skoðun bókarinnar gefst kostur á að kynna sér tignarleg fjöll og eyðidali svæðisins hvort sem setið er heima í stofu eða tekist á við náttúruna í raun.
„Einlægar og notalegar lýsingar höfundar á gönguferðum um stórbrotið fjalllendi kveikja í lesandanum að ganga sjálfur á fjöllin sem lýst er í bókinni.“ Pétur Halldórsson
Höfundur bókarinnar, Hermann Gunnar, er sveitastrákur að upplagi og
kann útivist vel. Hann ólst upp við hefðbundin landbúnaðarstörf á Hvarfi
í Bárðardal og þekkir vel að snúast í kringum kindur bæði á hesti og fæti.
Auk þess hefur hann gjarnan brúkað báða þessa ferðamáta til að ferðast
um landið og njóta, sérstaklega Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu.
Í seinni tíð hafa fjallgöngurnar þó haft yfirráðin.
Það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út.