- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Ferðanefnd setti engar ferðir á ferðaáætlun 2024 í október og nóvember. Hugmyndin er að prófa sama fyrirkomulag og með skíðaferðirnar fyrr á árinu.
Þar sem veðrið hefur ekki leikið við okkur í sumar þá hlýtur haustið að verða gott en Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir einmitt góðu hausti á Norðurlandi og við tökum þau trúanleg. Því ætlum við að vera tilbúin með nokkrar göngur sem við getum valið á milli eftir góðu veðri á hverjum stað. Ferðirnar eru fyrirhugaðar á laugardögum (sunnudagar til vara ef veðurútlit er betra þá) í október og jafnvel fram í nóvember ef vel tekst til. Hér fyrir neðan eru átta ferðir sem eru fyrirhugaðar og verða ferðir valdar úr listanum eftir veðurútliti hverju sinni. Hægt er að skrá sig fyrirfram í ferðirnar og verður þá starfsmaður á skrifstofu í sambandi við viðkomandi um ferðina.
Nokkrar ferðir eru fríar og nokkrar kosta 1.000 kr. fyrir félagsmenn og 1.500 kr. fyrir aðra.
Börn undir 18 ára fá frítt.
Sjá mat á erfiðleikastigi ferða
Fararstjórar sem ætla að vera með í þessu verkefni eru:
Bóthildur Sveinsdóttir, Bernard Gerritsma, Hulda Jónsdóttir, Jóhanna Ásmundsdóttir, Jónas Helgason, Jónína Sveinbjörnsdóttir,
Una Þórey Sigurðardóttir, Þóroddur Þóroddsson, Þuríður Helga Sigurðardóttir
Skráning: Hægt er að skrá sig í allar ferðirnar eða bara eina.
Ef þið skráið ykkur í þær allar verðið þið látin vita í tölvupósti á fimmtudegi áður en ferðin verður farin og þá er mikilvægt að svara
hvort þið ætlið í hana eða ekki.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn:
Gangan hefst við bílastæðið við gamla Leiruveginn að austan, neðan við Kaupang. Gengið að Eyjafjarðará og síðan suður bakka árinnar að brúnni hjá Hrafnagili. Á göngunni njótum við kyrrðar, útiveru oa fallegrar sveitar og dáumst að fögru útsýninu.
Þægileg gönguleið á flötu landi. Selflytja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar. Ferð fyrir alla og tilvalin fjölskylduferð.
Vegalengd 10 km.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir
Ekið sem leið liggur til Skagafjarðar og út Blönduhlíðina að ósi Héraðsvatna. Gangan hefst við minnismerkið um Jón Ósmann ferjumann og þar verður sagan um hann rifjuð upp. Gengið meðfram ströndinni, flatt og þægilegt gönguland. Úti við vitann er gott útsýni í björtu veðri.Vegalengd 6-7 km engin hækkun.
Þeir sem vilja geta farið í sund á Hofsósi eftir gönguna. Svo getur hópurinn stoppað við Kotagil annað hvort á leiðinni vestur eða á heimleið.
Verð: 1.000/1.500 kr.
Brottför kl. 19 á eikabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bóthildur Sveinsdóttir og Bernard Gerritsma
Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Þegar fer að dimma setjum við upp höfuðljós en það skapar skemmtilega stemmningu að ganga með höfuðljós í myrkrinu.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 8:15 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Lagt af stað frá bílastæðinu við Hótel Sel á Skútustöðum kl. 09:30.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson og Jónas Helgason
Gengnar verða svokallaðar Messugötur um Skútustaðaengjar að Kráká og bænum Litluströnd áður en haldið verður yfir Framengjar sem öldum saman voru undirstaða heyfengs á fjölda bæja í sveitinni. Síðan er gengið eftir gömlum götum og bílslóðum allt þar til komið er að Grænavatni þar sem verður stoppað um stund og fræðst um sögu staðarins og gömlu húsanna þar. Eftir gott nestisstopp á Grænavatni þar sem fararstjórar bjóða upp á kaffisopa er gengið út að Garði og gamla þjóðveginn meðfram vatninu að Skútustöðum. Stoppað við Arnarbæli og endað á Skútustöðum um klukkan 17:00.
Öll þessi ganga er á gömlum vegum og fjárgötum. Á allri leiðinni verður fræðst um ýmislegt s.s. þjóðsögur, heyskaparhætti, endurheimt votlendis, áveitur, gervigíga og margt fleira.
Heildarvegalengd er um 15 km, engar brekkur eða torfærur sem orð er á gerandi. Lítilsháttar nesti verður hver og einn að hafa meðferðis til dagsins.
Verð: 1.000/1.500 kr.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Ekið sem leið liggur að bílaplaninu sem er á Öxnadalsheiði. Þegar maður er á suðurleið þá er planið fyrir neðan veginn. Þar munum við geyma bílana okkar. Farið niður í gilið og það kannað. Hversu langt verður farið inn í gilið eða upp í Kinnarfjall ræðst af vilja hópsins.
Verð: 1.000/1.500 kr.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Ekið í Öxnadal og bílum lagt neðan við skógræktina við Staðartungu. Gengið upp hálsinn og í framhaldinu eftir fjallsegginni/hálsinum sem skilur að Hörgárdal og Öxnadal. Á leiðinni er falleg fjallasýn til beggja handa og ofan í dalina tvo. Gengið eftir hálsinum eins og hópurinn vill. Sama leið farin til baka.
Vegalengd: Það ræðst af því hve langt hópurinn vill fara inn eftir hálsinum.
Gönguhækkun um 500-600 m.
Þátttaka ókeypis
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Ekið að Eyrarlandi. Gengið upp á Þingmannahnjúk og þaðan að gamalli steinbrú, grjóthleðslu frá 1871. Frá brúnni er stefnan tekin á Skólavörðu og síðan gengið til baka að Eyrarlandi.
Vegalengd um 12 km. Gönguhækkun um 660 m.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 9 frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir
Gimbrarklettur er lítið fjall skammt frá bænum Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum.
Ganganá Gimbrarklett hefst skammt frá sumarbústað. Þaðan er haldið inn aflíðandi Engjadalinn og upp bratta sem minnkar jafnt og þétt á leið upp á fjallið. Gimbrarklettur er ekki hátt fjall (390 m) en útsýni mikið vegna þess að hann er stakur. Sama leið farin til baka.
Komið verður við í Haganesvík sem á sér sögu, gengið þar um en þarna var lítið þorp með þjónustu við sveitina og verbúðir í Hraunakrók.
Vegalengd: um 8 km.
Gönguhækkun: 380 m.
Verð: 1.000/1.500 kr.