Vinnuferð í Dreka 26. - 27. jan 2007
Myndir á myndsíðu.
Skruppum í örstutta vinnuferð í Dreka um síðustu helgi með ...
Vinnuferð í Dreka 26. - 27. jan 2007
Skruppum í örstutta vinnuferð í Dreka um síðustu helgi með eldhúsinnréttinguna í Fjólubúð
ásamt ýmsu öðru smálegu. Frá Hrossaborg og inn fyrir Miðfell var snjór en driftir og ís eftir það að Grafarlanda
á. Fórum þar yfir á vaðinu á ís og áfram minnkaði snjórinn. 'I Lindahrauninu og í Herðubreiðarlindum er svo að
segja snjólaust en þónokkur ís sem frábært var að aka á. Við Herðubreiðartögl mætti okkur myndarlegt
snjóflóð og á öðrum stað grjót á veginum svo eitthvað hefur gengið á þarna. Þegar komið var suður fyrir
töglin sást aftur snjór en ekki var hann til vandræða. Komum í Dreka rétt fyrir miðnætti dálítll vindur og hiti
+1,5° úti en -2°inni. Allt í góðu lagi í Dreka frekar snjólétt eins og sjá má á myndum á
myndasíðu. Komum innréttingunni fyrir í geymslunni í Fjólubúð og Hilmar tók nokkur mál til frekari smíðavinnu í
bænum. Lögðum af stað heim um kl. 14.00 og var þá kominn 5°hiti og fallegt fjalla veður. Lentum í smá brasi með
Grafarlandaánna eins og sjá má en allt hafðist á endanum og vorum komnir til Akureyrar kl. 21.25.
Með í för voru Hilmar Antonsson Stefán Stefánsson Árni Ingimarsson og Bjarni ?.
Ingimar Árnason