Dalvík - Reykir. Skíðaferð

Brottför kl. 9 á hópferðabíl.
Fararstjóri: Grétar Grímsson 
Verð: kr. 6.000/5.500.  Innifalið: Fararstjórn, akstur.
Reykjaheiði var fjölfarinn fjallvegur milli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar. Ferðin hefst við skíðalyftuna á Dalvík og genginn Böggvisstaðadalur þar til komið er í Mosa, skála Ferðafélags Svarfdæla.
Þaðan liggur leiðin upp bratta skarðsbrekkuna í Heiðarskarð 850 m og síðan niður Heiðardal að Reykjum.
Vegalengd 16 km.