- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Árgjald 2013 er 7.600 kr. Greiðsluseðlar verða sendir út í næstu viku. Þeir verða einnig aðgengilegir í heimabanka viðkomandi.
Innifalið í árgjaldinu er Árbók Ferðafélags Íslands sem fjallar um Norð Austurland, Vopnafjörð, Strönd, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Einnig er innifalið í verðinu Ferðir, ársrit FFA.
Umtalsverður ávinningur er af því að vera félagi í FFA. Afsláttur af gistingu í skálum félagsins og annara ferðafélagsdeilda innan FÍ. Þetta eru um 37 skálar víðsvegar um landið. Afslátt í ferðir FFA og deilda í FÍ.
Jafnframt fá félagsmenn afslátt í ýmsum verslunum sem selja útivistarvörur, bæði hér á Akureyri, í Reykjavík og annarsstaðar. Nánari upplýsingar um þetta er að finna á linknum: http://www.ffa.is/is/felagid-1/gerast-felagi-i-ffa
Einnig eru upplýsingar um afslætti að finna á heimasíðu FÍ á linknum: http://fi.is/um-fi/ad-gerast-felagi-i-fi/afslattakjor-til-felaga-i-fi/
Stjórnin