Afmælisraðganga FFA fyrsti áfangi 25. júlí

1. Áfangi - Sunnudaginn 25. júlí: Akureyri – Fnjóskadalur.

Brottför kl. 09.00 frá FFA, Strandgötu 23. Ekið á einkabílum að bílastæði við Akureyrarflugvöll að vestan. Gengið austur yfir brýrnar á Eyjafjarðará upp Sprengibrekku, yfir Bíldsá og austur á Bíldsárskarð. Staðkunnugur fararstjóri segir frá ýmsu áhugaverðu á leiðinni. Þegar í Bíldsárskarð er komið sést vel yfir Eyjafjörð og tilvalið að taka góða sögustund. Síðan er fylgt greiðum götum niður í Fnjóskadal að Grjótárgerði. Rúta sækir hópinn þangað.
Vegalengd: 14 km, lóðrétt hækkun: 640 m. Áætlaður heildar ferðatími: 5-7 klst.

HÆGT er að ganga staka áfanga.
Fararstjórn og leiðsögn: Ólafur Kjartansson.
Verð: 6.500 fyrir félagsmenn og maka og 8.000 fyrir aðra. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.

SKRÁNING