29.12.2023
Þorgerður Sigurðardóttir
Almennur félagsfundur FFA var haldinn 28. desember. Á fundinn mættu 17 félagsmenn. Það sem helst bar á góma:
- Formaður hvatti fólk sem býr á svæðinu og er í FÍ að kynna sér það að með því að ganga í FFA fær fólk alveg sömu réttindi og í FÍ auk tímaritsins Ferða sem FFA gefur út. Hún benti á að hægt er að sækja um flutning á heimasíðu FFA, sjá nánar
- Skálamál voru rædd, veitingasala í Víti, gönguskálar FFA og kamarmál við skálana.
- Brúarsmíði á Glerárdal bar á góma en gönguleiðanefnd reisti brú þar í sumar sem var mikil vinna. Sú vinna tókst afar vel og benti einn fundarmanna á að hugsanlega væri ástæða til að byggja hengibrú yfir Glerána enn framar á dalnum eða á móts við Tröllin.
- Stikaðar leiðir og gestabækur sem FFA sér um, hugmynd að koma því á heimasíðu FFA. Það verður skoðað.
- Önnur félagsmál og ferðir voru rædd að lokum.