- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar 2024 var haldinn 4. mars sl. Ársskýrsla stjórnar fyrir 2023 var lesin upp. Í henni var komið inn á helstu verkefni allra nefnda 2023. Þar kom einnig fram að í lok desember voru félagar orðnir 677. Skýrsla stjórnar og allra nefnda félagsins verða birtar í tímariti FFA, Ferðum 2024, sem kemur út von bráðar.
Ársreikningar 2023 voru kynntir og samþykktir. Nefndarfólk í þeim 14 nefndum sem verða starfandi 2024-2025 var kynnt. Formaður var endurkjörinn svo og aðalstjórn og varastjórn, í henni sitja Þorgerður Sigurðardóttir formaður, Þorvaldur Rafn Kristjánsson, Einar Hjartarson, Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Fjóla Kristín Helgadóttir. Varamenn eru Árni Gíslason og Sólveig Styrmisdóttir. Skoðunarmenn reikninga og skjalavörður voru einnig kosnir. Endurnýjaðar upplýsingar um þetta allt koma inn á heimasíðu FFA við fyrsta tækifæri.
Fram kom að Hilmar Antonsson og Roar Kvam eru að láta af störfum fyrir félagið eftir langt og farsælt starf og var þeim þakkað með lófaklappi. Jafnframt var Roari veitt viðurkenning sem felst í því að stjórn gerði hann að kjörfélaga. Áður hefur Hilmar fengið viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Hægt verður að lesa um störf Hilmars í tímaritinu Ferðum 2024.
Eftir kaffi og spjall fór formaður yfir það sem er framundan hjá félaginu, en framundan er blómlegt starf með kröftugu fólki í hverju rúmi.