- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Aðalfundur FFA var haldinn miðvikudaginn 18. Mars og mættur um 30 manns á fundinn. Formaður setti fund fundarstjóri settur Stefán Sigurðsson og fundarritari Örn Þór Emilsson.
Gengið var síðan til venjulegra aðalfundarstarfa og byrjað á skýrslu formanns. Formarður fór yfir síðasta ár félagar eru 490, um 100 manns mættu á sviðamessu og stærsta verkefni ársins var bygging og flutningur nýs Lamba inn á Glerárdal en hann var vígður 4. Maí. Gjaldkeri fór síðan yfir reikninga félagsins og þrátt fyrir lokun skála í Dreka og Herðubreiðarlindum um miðjan ágúst er afkoma félagsins á síðasta ári vel viðunandi. Að loknum umræðum um skýrslu formanns og gjaldkera voru reikninga félagsins samþykktir. Næsti liður voru skýrslur nefnda og flutti hver formaður sína skýrslu í allt 10 skýrslur. Að loknum umræðum um skýrslur nefnda var tekið kaffihlé. Að því loknu var kosið í stjórn og nefndir Hjalti Jóhannesson las upp tillögu uppstillingar nefndar til stjórnar og í nefndir. Tillagan samþykkt úr stjórn gengur Hafdís Björg Hjálmarsdóttir og inn kemur Þorvaldur Rafn Kristjánsson. Hilmar Antonsson gefur kost á sér áfram sem formaður. Í lokin var opnað á önnur mál og bar þar ýmislegt á góma t.d gönguleið á Súlur og inn í Lamba sem þarfnast lagfæringa, rætt um endurbyggingu á Bræðrafelli, nefnt að félagið ætti stórafmæli á næsta ári og það er búið að skipa afmælisnefnd. Einnig rætt um veginn inn í Herðubreiðarlindir og vefmyndavélar á skála félagsins og ýmislegt annað sem of langt mál væri að telja upp. Fundi slitið rúmlega 22.00.