24.-28. júlí: Öskjuvegurinn

Öskjuvegur. Sumarleyfisferð

Brottför kl. 17 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðlaug Ringsted
Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, ekið með farangur á milli skála.
1. d. (sunnudagur). Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. Bíllinn heldur áfram og skilur eftir farangur ferðalanga í Dyngjufjalladal og í Suðurárbotnum.
2. d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, e.t.v. farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og ekið til baka að Dreka. Vegalengd 13-14 km.
3. d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 14 km.
4. d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 20–22 km.
5. d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15–16 km. Ekið til Akureyrar.
Verð: 75.000/80.000. Innifalið: Fararstjórn, gisting, akstur og flutningur á farangri.
Þessa ferð þarf að greiða við skráningu.
Lágmarksfjöldi til að ferð verði farin: 8 manns. Hámarksfjöldi: 14 manns.

Skráning