Staðartunguháls að Hrauni í Öxnadal

Staðartunguháls að Hrauni í Öxnadal  

Brottför kl. 8:30 á einkabílum frá Þelamerkurskóla.
Fararstjórn: Brynhildur Bjarnadóttir
Ferðafélag Akureyrar og Ferðafélagið Hörgur standa saman að skemmtilegri göngu sem hefst við Staðartunguháls og endar við Hraun í Öxnadal. Gengið upp Staðartunguhálsinn og í framhaldinu eftir fjallsegginni/hálsinum sem skilur að Hörgárdal og Öxnadal. Á leiðinni er falleg fjallasýn til beggja handa og ofan í dalina tvo. Gangan endar við Hraun í Öxnadal en þar þarf að skilja eftir einhverja bíla í upphafi ferðar til að koma bílstjórum til baka að upphafsstað.
Vegalengd: 13-14 km. Gönguhækkun um 600 m.
Þátttaka ókeypis.

Búnaðarlisti

Skráning