Grunnnámskeið á utanbrautarskíðum 2025

Grunnnámskeið á utanbrautarskíðum hefst er frá 28. janúar. Farið verður í fjórar kvöldferðir og eina dagsferð,
sjá nánara skipulag hér

Ertu byrjandi á utanbrautargönguskíðum (gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum) og langar að fara í skíða­gönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar? Ef svarið er já, þá er þetta námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, meðferð skíða (áburð og um­önnun), klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir.

Í ferðunum verður ekki gengið í troðnum brautum heldur munum við reyna að fara „ótroðnar slóðir“ og hafa gaman saman.
Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Skráningu lýkur 17. janúar.

Verð: 20.500 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 25.500 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald 2025.

SKRÁNING