- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Framhaldsnámskeið hefst 18. febrúar. Farið verður í þrjár kvöldferðir og tvær dagsferðir, sjá nánara skipulag hér
Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af því að skíða á utanbrautargönguskíðum (gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum), geta beitt þeim og skíðað í 3 - 4 klst. Á námskeiðinu er farið í ferðir sem ekki eru eingöngu á flatlendi, þó ekki í miklu brattlendi. Markmiðið er að vera saman, læra á sjálfan sig og betur á skíðin og hafa gaman.
Lágmarksfjöldi er 12 manns.
Skráningu lýkur 13. febrúar
Verð: 22.500 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 27.500 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald 2025.