Fjórir fossar í Bárðardal

Fjórir fossar í Bárðardal  Nýtt

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið fram Bárðardal að austan og niður hjá Stórutungu. Síðan farin vegslóð austan Skjálfandafljóts að Hrafnabjargafossum. Gengið norður með Suðurá og því næst niður með Skjálfandafljóti að Ingvararfossum og Aldeyjarfossi. Loks er gengið norður að Stórutungu þar sem bílarnir bíða. Selflytja þarf bíla milli Hrafnabjargafossa og Stórutungu. Vegalengd alls 7-8 km og gengið niður í móti.

Skráning