- 34 stk.
- 23.06.2016
Gangan hófst í hinu besta veðri við bæinn Kálfsá í Ólafsfirði og gengið upp lyngivaxnar brekkurnar sunnan árinnar. Þegar ofar dró var grýttara landslag og farið yfir fyrstu fannirnar og fljótlega komum við á samfelldan snjó og var göngufæri ágætt. Skarðið sem farið er yfir er aðeins lítilsháttar lægð í fjallshrygginn og þaðan var greiðfært niður samfelldar snjófannir í Grímubrekkum og í Grímudal. Er þá komið að Brimnesánni þar sem farið er yfir á trébrú við lítinn skála sem kallaður er Kofinn. Þaðan er greiðfærar götur niður Böggvisstaðadalinn.
Þáttakendur í ferðinni voru 10, fararstjóri og ljósmyndari var Grétar Grímsson