- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn
Áhugaverð gönguleið. Gengið frá Freyjulundi niður Pálmholtsveg og út á Hjalteyri. Gengið eftir nýjum stíg vestan tjarnarinnar og þaðan upp ásana að gamla Arnarnesveginum. Gengið suður ásana eftir hestagötum yfir Bjarnarhól og endað á sama stað við Freyjulund. Fjölbreytt leið og mikið fuglalíf. Nauðsynlegt að vera í góðum gönguskóm. Vegalengd um 12 km. Gönguhækkun lítil.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Marjolijn van Dijk
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn
Gengið frá bænum Moldhaugar eftir hryggnum upp á Hlíðarfjall, endað á Stórahnjúk sem er 900 m hár. Komið niður hjá Ásláksstöðum. Gengið er um móa og grýtt landslag, aflíðandi upp á við svo til alla leið. Bílar færðir á milli staða. Vegalengd um 12 km og hækkun 800 - 900 m. Ferðin tekur 4- 6 klst.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn
Afar falleg og áhugaverð leið niður með Skjálfandafljóti. Gengið verður frá Fremstafelli norður með Skjálfandafljóti um Barnafell, Barnafoss skoðaður og sagan rifjuð upp. Þá verður gengið ofan við gljúfur Skjálfandafljóts í Fellsskóg og þaðan út í Ljósvetningabúð. Vegalengd um 11 km, göngutími ca. 3-4 klst.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Árni Gíslason
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn
Trúlega hafa fáir komið hingað.
Gengið er frá veðurathugunarstöð í Bakkaselsbrekku og eftir gönguslóðum niður að gamla Bakkaseli. Síðan er gengið eftir áreyrunum fram að hólmunum þar sem eru brattar brekkur meðfram gilinu. Á leiðinni er margt áhugavert að sjá í þessum eyðidal, s.s. gamlar tóftir, fossar og fleira og mun fararstjóri segja sögur af lífinu í dalnum. Þegar komið er á flatann innan við brekkurnar opnast útsýni inn dalinn, ármótin og fram yfir Þorbjarnartungur. Ætlunin er að fara að Lambánni og aftur til baka. Árni fararstjóri þekkir afar vel til á þessum slóðum. Gott að hafa vaðskó með til öryggis. Hægt er að fara lengra inn dalinn ef aðstæður leyfa og vilji er til, þá bætast við einir 5 km. Þá þarf að vaða Lambána. Vegalengd um 14 km. Hækkun 180 m. Göngutími 5-6 tímar.
Gengið í fjórum áföngum. Farið eftirfarandi sunnudaga: 25. júlí, 8. ágúst, 15. ágúst og 22. ágúst.