Laugafell

Laugafell
Gistipláss
Samtals 44 manns
Staðsetning
Hálendið
Gjaldskrá
6.500 / 10.500 kr. (júní-sept.)
GPS staðsetning:
65° 1.638'N, 18° 19.946'W
Hæð yfir sjávarmáli
740 m
Aðgengi
Á jeppum
Skálavörður

Bóka skálann

Staðsetning: Laugafell er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15 km norðaustur frá Hofsjökli. Frá Laugafelli liggja slóðir til Eyjafjarðar, Skagafjarðar, Bárðardals og suður Sprengisand. Fólk sem hyggur á ferðir í Laugafell þarf að kynna sér vel ástand vega hjá Vegagerðinni.


Lýsing á skálum: Skálarnir eru hitaðir upp með laugavatni allt árið. Áhöld og eldunartæki eru til staðar. Gestir geta fengið aðgang að kolagrilli en þurfa að koma með kol sjálfir. Góð snyrtiaðstaða er á staðnum ásamt heitri laug.
Gistirými:
-          Í skála FFA er gistirými fyrir 20 manns, svefnpokapláss á dýnum.
-          Á svefnlofti yfir snyrtihúsi er gistirými fyrir 12 manns, svefnpokapláss á dýnum.
-          Í Þórunnarbúð er gistirými fyrir 12 manns, svefnpokapláss með dýnum.

Gott tjaldsvæði er í Laugafelli, snyrtiaðstaða og heit laug.

Gæsla: Skálaverðir eru í skálunum frá lokum júní fram í september.

Gönguleiðir í umhverfi skálans: Nokkrar stikaðar léttar gönguleiðir eru um svæðið.

Byggingarsaga: Á árunum 1948 – 1950 reisti Ferðafélag Akureyrar skála í Laugafelli og byggði sundlaug á svæðinu árið 1976. Laugin var færð til og endurnýjuð árið 1987 hún var endurbætt enn frekar árið 2000. Árin 1991 – 1992 voru gerðar miklar endurbætur á skálanum og aftur 2015 en þá var t.d. utanhússklæðning endurnýjuð. Veglegt snyrtihús var byggt á svæðinu 1998. Á staðnum er skálavarðarhús, Þórunnarbúð, sem jafnframt er þjónustuhús, það var byggt 2009 - 2010.

Umfjöllun Hringbrautar um Laugafell er hægt að sjá hér

Umfjöllun RÚV í Landanum 17. desember 2021 er hægt að sjá hér.

BÓKA SKÁLANNVefmyndavél

Aðstaða í/við skála
Staðsetning lykla
Panta þarf gistingu hjá FFA
Símanúmer
833-5697 (aðalnúmer) / 822-5192. Tetra: 641-0042.