- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Staðsetning: Þorsteinsskáli er í Herðubreiðarlindum, um 4 km austan við þjóðarfjallið Herðubreið. Aka þarf yfir tvö vöð á leið úr Mývatnssveit í Herðubreiðarlindir, það stærra er yfir Lindaá sem rennur um Herðubreiðarlindir og krefst sérstakrar varúðar. Milli Herðubreiðarlinda og Drekagils er um 30 km akstursfjarlægð.
Lýsing á skála - aðstaða: Í Þorsteinsskála er gistirými fyrir 25 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í eldhúsi eru áhöld, gashella og Sóló eldavél tengd við miðstöð. Snyrtihús er við skálann.
Gæsla: Skálavarsla er frá miðjum júní til ágúst loka. Einnig eru landverðir á svæðinu.
Athugið að skálinn er fullbókaður til 16. ágúst 2024.
Fjölskylduafsláttur í Herðubreiðarlindum sumarið 2024: Frítt fyrir börn að 18 ára aldri.
Gott tjaldsvæði er í Herðubreiðarlindum, snyrtiaðstaða með sturtu. Sumarið 2023 var sett upp stórt tjald fyrir tjaldgesti þar sem þeir geta borðað nesti.
Gönguleiðir í umhverfi skálans: Merktar eru nokkrar léttar gönguleiðir um svæðið. Landverðir á svæðinu bjóða upp á daglegar fræðslugöngur í Herðubreiðarlindum yfir sumartímann. Hér má sjá góðar upplýsingar frá VJÞ um gönguleiðir og svæðið: Askja og Herðubreiðarlindir
Byggingarsaga: Þorsteinsskáli var vígður árið 1960 en hann var áður skíðaskáli í eigu Barnaskóla Akureyrar og staðsettur við Miðhúsaklappir ofan bæjarins. Árið 1958 var skálinn tekinn niður spýtu fyrir spýtu og síðan reistur aftur í Herðubreiðarlindum. Undanfarin ár hefur skálinn verið mikið endurnýjaður, m.a. einangraður í hólf og gólf, skipt um glugga og hurðir, sett upp ný eldhúsinnrétting, ný Sóló eldavél, gashellur og fleira.
Umfjöllum á mbl.is um ævintýraheim Herðubreiðarlinda.