Dyngjufell

Dyngjufell
Gistipláss
16 manns
Staðsetning
Hálendið
Gjaldskrá
4.500 / 6.500 kr
GPS staðsetning:
65° 7.498'N, 16° 55.244'W
Hæð yfir sjávarmáli
640
Aðgengi
Gangandi / Fjallahjól 4x4
Skálavörður
Nei

BÓKA SKÁLANN

Staðsetning: Dyngjufell er í Dyngjufjalladal, norðvestan undir Dyngjufjöllum, hann var byggður 1993. Skálinn er 3,7 km í suðvestur frá Lokatindi. Þangað liggur fáfarin jeppaslóð frá Svartárkoti / Grænavatni um Dyngjufjalladal. Á svæðinu er takmarkað símasamband.

Lýsing á skála: Gisting fyrir 16 manns í kojum með dýnum. Í skálanum er kynding með gasofni og steinolíuvél, gashella og eldhúsáhöld. Vatn fæst oft úr læk í grennd við skálann. Skálinn er öllum opinn en ætlast er til að göngufólk sitji fyrir um gistingu. Kamar. Skálinn er ólæstur. Gestir þurfa að taka rusl með til byggða.

Gönguleiðir í umhverfi skálans: Gönguleið frá Dreka um Öskju og Jónsskarð að skálanum og þaðan í Suðurárbotna.

BÓKA SKÁLANN

Aðstaða í/við skála
Staðsetning lykla
Skrifstofa FFA
Símanúmer
462 2720