Um FFA

Ferðafélag Akureyrar (FFA) er áhugamannafélag um útivist sem vill stuðla að hreyfingu og ferðalögum á Íslandi, einkum Norðurlandi. Félagið var stofnað 8. apríl 1936.

FFA er fjölmennasta deildin innan Ferðafélags Íslands (FÍ). 

Félagið er sjálfboðaliðafélag. Í félaginu starfar fjöldi nefnda í kringum verkefnin sem unnin eru í félaginu.

Rekstur skála er veigamikill þáttur í starfi félagsins en alls á félagið og rekur þrjá stærri skála og fjóra gönguskála. Öll vinna í kringum skálana er unnin í sjálfboðaliðsvinnu nema skálavarsla.

Félagið skipuleggur ferðir og gefur út ferðaáætlun fyrir hvert ár

Félagið gefur árlega út tímaritið Ferðir. Það hefur komið út nær óslitið síðan 1940.

Þaulinn er gönguleikur sem félagið hefur staðið fyrir síðan 2010. Inn í þann leik bættist krakkaþauli árið 2017. Á árinu 2020 hóf félagið að skipuleggja sérstök hreyfiverkefni þar sem fólki stendur til boða að skrá sig í hóp um ákveðin verkefni.

Árið 2021 voru settar á áætlun sérstakar barna- og fjölskylduferðir sem markar upphaf skipulagðs barna- og fjölskyldustarfs auk krakkaþaulans. Markmiðið er að hvetja börn og foreldra til samveru og hreyfingar úti í náttúrunni. Ferðir og annað starf sem verður undir merkjum barna- og fjölskyldustarfs er miðað við forsendur barna og sniðið að þeirra þörfum.

 

í vinnslu