Skútustaðir – Litlaströnd – Grænavatn – Skútustaðir

Skútustaðir – Litlaströnd – Grænavatn – Skútustaðir -

Brottför kl. 8:15 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Lagt af stað frá bílastæðinu við Hótel Sel á Skútustöðum kl. 09:30.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson og Jónas Helgason
Gengnar verða svokallaðar Messugötur um Skútustaðaengjar að Kráká og bænum Litluströnd áður en haldið verður yfir Framengjar sem öldum saman voru undirstaða heyfengs á fjölda bæja í sveitinni. Síðan er gengið eftir gömlum götum og bílslóðum allt þar til komið er að Grænavatni þar sem verður stoppað um stund og fræðst um sögu staðarins og gömlu húsanna þar. Eftir gott nestisstopp á Grænavatni er gengið út að Garði og gamla þjóðveginn meðfram vatninu að Skútustöðum. Stoppað við Arnarbæli og endað á Skútustöðum um klukkan 17:00.
Öll þessi ganga er á gömlum vegum og fjárgötum. Á allri leiðinni verður fræðst um ýmislegt s.s. þjóðsögur, heyskaparhætti, endurheimt votlendis, áveitur, gervigíga og margt fleira.
Heildarvegalengd er um 15 km, engar brekkur eða torfærur sem orð er á gerandi. Lítilsháttar nesti verður hver og einn að hafa meðferðis til dagsins.
Gott að hafa göngustafi og brodda og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna. Hugsanlega er einhver snjór á leiðinni eða ísing.
Verð: 1.000/1.500 kr.

Búnaðarlisti

 

skráning Í FERÐ