Gusthnjúkur á Höfðaströnd

Gusthnjúkur á Höfðaströnd    - 

Ferðinni hefur verið aflýst

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir
Gusthnjúkur í Skagafirði er á Höfðaströnd ofan við bæinn Vatn og státar af afar fallegu útsýni. Hann er 590 m hár. Af hnjúknum sést yfir perlur Skagafjarðar, Þórðarhöfða, Höfðavatn og Málmey. Þaðan sést einnig til Tindastóls og út á Skaga og ekki ólíklegt að Strandafjöllin sjáist í góðu skyggni. Leiðin á hnjúkinn er aflíðandi og gönguland ágætt, en efst er leiðin grýtt og brött.
Vegalengd alls 8-10 km. Gönguhækkun: 590 m.
Verð: 3.500/5.000. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti