Þemaferðir - Lítum okkur nær

Lítum okkur nær og lesum í landið

Þemaferðir um náttúruna

Frá miðjum maí, strax og fært er um áhugaverðar slóðir og fram í miðjan júní ætlar Ólafur Kjartansson að leiða smærri hópa og lesa í landið með opin augu fyrir því sem er næst okkur á leiðinni. Fyrirhugaðar eru 3-4 ferðir á þessu tímabili. Í ferðunum verður horft, hlustað og jafnvel þefað og þreifað til að sjá, skynja og skilja sem flest af því sem verður á leið hópsins eða er lengra í burtu. Hvert verður farið hverju sinni verður auglýst með þriggja til fjögurra daga fyrirvara. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðirnar. Þá fá þeir sem skráðir eru tölvupóst um hvaða ferð verður næst, hvenær og hvar á að mæta. Allir eru velkomnir í þessar ferðir hvort sem þeir eru félagar í FFA eða ekki. Börn eru einnig velkomin.

Fyrsta ferðin er fyrirhuguð í Kjarnaskóg. Hún er auglýst sérstaklega, sjá hér

Meira er hægt að sjá um ferðirnar á sérstakri síðu fyrir þær, sjá nánar

Ferðirnar eru fríar en nauðsynlegt að skrá alla

Skráning