1. þemaferðin: Kjarnaskógur; saga, jarðfræði, örnefni...

Fyrsta þemaferðin:

Fararstjórn: Ólafur Kjartansson

Í Kjarnaskógi (ef veður leyfir):

Mæting við sólúrið á gamla bæjarhólnum og síðan rölt upp í Kjarnakamb milli Langakletts og Arnarkletts með viðkomu á ýmsum stöðum, s.s. Karlakórslundinum, Álfasteini (nýnefndur Kirkjusteinn) o.fl. Spáð í sögu skógarins í Kjarna og jarðfræði klettanna, smávegis um örnefnin og útsýnið af Kjarnakambi.

Horfa og hlusta eftir fyrstu vormerkjunum á jörð og í skógi og vonandi verður ýmislegt á vegi okkar sem kveikir forvitni og vangaveltur.

Gangan tekur um það bil 2 klst.

Vegalengd 1.5-2 km. Gönguhækkun 100-130 m.

Skráning