Fara í efni  

Þaulinn 2024

Gönguleikurinn 2024 

5 stöðvar í leik fullorðinna og 3-4 í leik krakkanna

Yfirlit yfir stöðvar 2024 (hægt að prenta út)

Ef þið eruð ekki alveg viss um hvar þessir staðir eru þá getur verið gott að fletta þeim upp á maps.is

Náttúran við Eyjafjörð býður upp á mörg spennandi tækifæri til hollrar og skemmtilegrar útiveru. Í samstarfi við nokkrar stofnanir og fyrirtæki á Akureyri vill Ferðafélag Akureyrar gera sitt til að kynna Eyfirðingum og öðrum landsmönnum útivistarmöguleika svæðisins fyrir alla fjölskylduna. Þetta gerir FFA m.a. með gönguleik sem kallaður er Þaulinn. Hann skiptist í flokk fullorðinna annars vegar og flokk barna yngri en 12 ára hins vegar. Leikurinn gengur út á að fara á fimm stöðvar fyrir fullorðna og þrjár stöðvar fyrir börn.
Leikurinn er skemmtileg og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna og glæsilegar útivistarvörur í vinning! Til að eiga möguleika á vinningi þarf að skila útfylltu og götuðu svarblaði á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar. Lokafrestur til að skila inn svarblaði er 20. september 2024

Á hverri stöð eru gögn frá FFA; kassi með plastumslagi og gestabók. Ef gestabók er fyrir á staðnum þá er plastumslagið að finna í kassa hjá gestabókinni. Í umslaginu er gatari, kort og leyniorð eða þraut sem á að skrifa á svarblaðið. Áætlaður göngutími er aðeins viðmið, hann fer eftir hverjum og einum og aðstæðum hverju sinni.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig en engu að síður langar okkur að sjá hve margir hafa hugsað sér að taka þátt þó svo þeir klári ekki leikinn.

Skráning (valfrjálst)

Svarblöð er hægt að fá á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, Akureyri. Einnig er hægt að prenta þau út hér af síðunni.

 

Fullorðnir:
Ef þú ferð á allar stöðvarnar fimm, svarar leyniorðunum rétt, gatar svarblaðið
og skilar því til FFA, getur þú átt möguleika á vinningi.


Svarblað til útprentunar fyrir fullorðna - hér (2 blöð)

 

Krakkar yngri en 12 ára:

Ef þú ferð á þrjár stöðvar, leysir þrautirnar sem eru á staðnum, gatar svarblaðið
og skilar því til FFA, getur þú átt möguleika á vinningi.
Ef þú ferð á fjórar stöðvar þá færðu vinning.
Allir þátttakendur í leik fyrir krakka fá viðurkenningu.

Svarblað til útprentunar fyrir krakka - hér (2 blöð)

 

Leyniorðin í leik fullorðinna 2024 finnur þú á þessum stöðum:

Baugasel - kort - lýsing

Draflastaðafjall - kort - lýsing

Miðvíkurfjall - kort - lýsing

Stíflan á Glerárdal - kort - lýsing

Þingmannahnjúkur - kort - lýsing

Þingmannahnjúkur: Vegna byggingaframkvæmda er erfitt að leggja bílum. Fólk er því hvatt til að keyra aðeins lengra í suður og leggja við afleggjarann þar. Þetta lengir leiðina um ca 10 mín á göngu.

 

Í krakkaþaulanum 2024 er lítil þraut á hverri stöð, þær finnur þú á þessum stöðum:

Draflastaðafjall - kort - lýsing

Stíflan á Glerárdal - kort - lýsing

Þengilhöfði - kort - lýsing

Þingmannahnjúkur - kort - lýsing

 

Þingmannahnjúkur: Vegna byggingaframkvæmda er erfitt að leggja bílum. Fólk er því hvatt til að keyra aðeins lengra í suður og leggja við afleggjarann þar. Þetta lengir leiðina um ca 10 mín á göngu.

 

 

 

Fyrirhugað er að hafa uppskeruhátið þegar leiknum lýkur og draga út vinningshafa við þá athöfn. Það verður auglýst nánar síðar. 
Hafir þú fyrirspurnir eða vantar upplýsingar, vinsamlegast hafðu þá samband við skrifstofu FFA, sími 462 2720 mánud. - föstud. kl. 14.00-17.00 eða sendu tölvupóst á ffa@ffa.is

Hér eru gps punktar fyrir stöðvarnar 2024:
Sumir staðirnir eru ekki nákvæmlega skilgreindir þannig að það gæti verið einhver ónákvæmni í þessum tölum. Hnitin miðast við sjálfan ákvörðunarstaðinn ekki leiðina. Ath. að þegar áfangastaðurinn er sýnilegur á GPS-tækinu í göngunni verður líka að taka mið af landslaginu og slóðinni í dimmviðri.

--------------------------------------------

Styrktaraðilar sem gefa vinninga: