Fararstjórar

Til baka

Valgerður Húnbogadóttir

Fararstjóri

Valgerður fékk útivistaráhugann með móðurmjólkinni og var tveggja ára þegar móðir hennar kenndi henni á skíði en hún var skíðakennari. Æskunni var varið í fjalllendi og láglendi Ísafjarðar, Akureyrar og Noregs.

Skíðaferðir og vetrarútilegur eru í miklu uppáhaldi en göngu- og skíðagleði barna eru hennar helsta rannsóknarefni. Því þó að hátindar og jöklar heilli eiga örævintýri í náttúrunni með börnunum hennar þremur stærstan sess. Þá er prímusinn ávallt með í för og fátt áhugaverðara en tilraunastarfsemi í náttúrueldhúsinu.

Vala hefur hefur lokið AIMG jökla 1, námskeiði í skyndihjálp í óbyggðum og ýmsum námskeiðum er tengjast vetrarfjallamennsku. Hún hefur tekið þátt í mörgum hreyfiverkefnum hjá FÍ og haft umsjón með nokkrum. Hún flutti til Akureyrar vorið 2024 og hefur verið að kynna sér gönguleiðir í nágrenninu. Nú er hún gengin til liðs við FFA og fyrsta verkefni hennar þar var skíðagöngunámskeið með Indu 2024. Vonandi fáum við að njóta krafta hennar um fleira.

Ómissandi í bakpokann

Sólgleraugu, sólarvörn og misgóðir brandarar.

Uppáhaldsleiksvæði

Hornstrandir