- 13 pcs.
- 12.10.2015
Laugardaginn 10. október fór hópur á vegum FFA á Stórahnjúk, en hann er fjall októbermánaðar. Veður var sérlega gott, eins og myndirnar bera með sér. Sól skein í heiði, hár bærðist vart á höfði, auk þess sem boðið var upp á magnað sjónarspil skýja- og þokumynda.
Fararstjóri og myndasmiður var Einar Brynjólfsson