- 29 pcs.
- 17.01.2015
Skíðaferð sem fara átti upp á Súlumýrar var breytt í skíðaferð um Naustaborgir og Hvammsskóg. Ferðin hófst við Ljómatún og gengið eftir troðinni braut inn Naustaflóa meðfram Hundatjörn. Beygt út af troðinni brautinni við brún Syðridals, svo aftur beygt gegnum skóginn upp af Brunnárfossi upp svokallaðan Hamradal. Síðan áfram undir Hamrahömrum og komið við í Gamla þar sem var stoppað og fengið sér kaffi. Eftir kaffið var síðan brunað miður í lausasnjónum alla leið ínn í Hvammsland. Gengið svo til baka inn á hringbrautina í Kjarna og út í Naustaborgir aftur, farin svokölluð Samherjaleið til baka. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.