- 28 pcs.
- 12.06.2015
Miðvíkurfoss. Kvöldganga.
Ekið var til Miðvíkur og gengið niður með ánni og síðan til suðurs niður í fjöru og að fossinum Miðvíkurfossi sem er tilkomumikill þegar komið er að honum. Sjá myndir.
Smá auka túr var gerður niður að Knarrarnesi sem á sér dapra sögu.
Árið 1935 bjuggu félagsbúi á Látrum feðgarnir Steingrímur Hallsson og sonur hans Hallur Steingrímsson Sækja átti kindind, ferðin á milli bæjanna Grímsnesi og Látra átti vart að taka nema 20–30 mínútur. Á tólfta tímanum sást til þeirra feðga frá Látrum og áttu þeir þá örskamman spöl eftir að lendingunni. Fóru heimamenn niður í fjöru til að aðstoða við landtökuna. Var þá skollinn á blindbylur af norðaustri með miklu brimi. Skyndilega varð hríðarmökkurinn svo dökkur að ekki sást meira til bátsins enda þótt hann hafi bara verið kippkorn frá landi
Daginn eftir, sunnudaginn 15. desember, hafði veðrinu slotað og þá fann bóndinn í Miðvík sjórekinn bát með einu líki á Knarrarnesi. Þegar í ljós kom að tveir menn hefðu verið í bátnum hófst árangurslaus leit að Halli. Ærin sem þeir voru að sækja fannst nærri Miðvík, hornbrotin, og komst hún ein lífs af úr þessari ferð. Lík Halls fannst rétt fyrir páska á hjalla fyrir ofan Knarrarnes. Hafði hann því komist lífs af úr sjávarháskanum en króknað í leit að afdrepi.
Mordýr af tegundinni M. arctica eru heiðgul og fögur á að líta og geta orðið 4 mm löng (5. mynd A). Sumarið 2006 fannst þetta mordýr í miklum fjölda milli hnullunga og steina á norðurströnd Knarrarness við Eyjafjörð og er þetta stærsta mordýrategund sem vitað er til að þrífist á Íslandi.