- 57 pcs.
- 14.06.2015
Þáttakendur í ferðinni voru 7 og var farið á tveimur jeppum. Ekið var innfyrir eyðibýlið Ásgerðarstaði og yfir Hörgána svo ekki þurfti að vaða. Ágætis veður var og frekar bjart í lofti og blasti Grjótárhjúkurinn við okkur, brattur og fannbarinn hið efra. Gengið var af stað kl. 9:10 og haldið upp Grjótárdalinn og upp á hnjúkinn nálægt norðaustur enda. Gangfæri var sumstaðar erfitt þar sem snjór hélt ekki. Þegar upp var komið var gott gangfæri á sléttri fannbreiðu og hvergi sást á dökkan díl. Miklar snjódyngjur og hengjur voru í efstu brúnum. Útsýni var all gott og sást út Hörgárdalinn og inn dalinn upp á Hjaltadalsheiði. Í norðvestri blasti við alhvítt Víkingsfjallið. Gangan upp tók 4:40 klst. Lagt var af stað niður kl. 13:55 og komið að bílunum kl. 17.03. Samtals vegalengd um 14,8 km. Fararstjóri var Grétar Grímsson, myndir tóku Frímann Guðmundson, Ingimar Árnason og fl.