- 19 pcs.
- 27.06.2015
FFA efndi til gönguferðar niður með Skjálfandafljóti laugardaginn 27. júní 2015. Gengið var frá Fremstafelli í Köldukinn norður að Barnafossi. Þaðan var haldið niður með Fljótinu í Fellsskóg. Loks var gengið norðvestur yfir norðurenda Kinnarfells að Ljósvetningabúð. Veður var frábært, hæg suðaustan gola og þurrt, hiti um 15°C. Þátttakendur voru alls 27, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.