- 36 pcs.
- 24.01.2015
20150124 Ystuvíkurfjall. Farið var frá FFA í Strandgötu á 5 bílum og ekið að bílastæðinu uppi á Víkurskarði þar sem gangan á "fjall mánararins" hóst. Gengið var af stað kl. 11:28 og stefnt norðaustur upp hlíðina nokkuð neðan við sendistöðina. Fljótlega komum við að gilskorningi þar sem snjóhengjur voru beggja megin og var gengið upp með gilinu þar til komist varð yfir. Göngufæri var ágætt og veður mjög gott, hægviðri og 4-5 stiga frost og bjart. Komið var að vörðunni kl. 13:20 og göngutími tæpir 2 tímarog vegalengd 3,7 km. Í bakaleiðinni var farin hentugri leið og farið neðar yfir gilskorninginn þar sem greiðfært var. Þáttakendur í ferðinni voru alls 23 og fararstjóri var Grétar Grímsson. Myndasmiður var Frímann Guðmundsson.