- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Ystuvíkurfjall, 540m. Gönguferð (fjall mánaðarins)
24. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Roar Kvam.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið upp daldragið austan fjallsins, síðan til vesturs upp hlíðina og á toppinn. Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar.
Vegalengd alls 6 km. Hækkun 460 m.
Stakiklettur (Skussi). Gönguferð/Skíðaferð (fjall mánaðarins)
21. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn.
Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell og haldið upp á Súlumýrar og að Stakakletti. Þaðan eru frábærar skíðaleiðir niður um Súlumýrarnar.
Vegalengd um 6 km. Hækkun 250 m.
Blátindur. Gönguferð (fjall mánaðarins)
21. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ferðanefnd.
Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá Skíðastöðum meðfram stólalyftu að Strýtu. Gengin er slóðin sem yfirleitt er troðin upp á Hlíðarfjall og svo til suðurs upp á Blátind. Nokkuð strembin ferð við flestra hæfi.
Kaldbakur, 1173m. Göngu- eða skíðaferð (fjall mánaðarins)
25. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Karl Stefánsson.
Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn.
Kaldbakur er fjall Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914.
Vegalengd 10 km, hækkun 1.100 m.
Súlur. 1143 m. Göngu- eða skíðaferð (fjall mánaðarins)
1. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Líney Elíasdóttir. Verð: Frítt.
Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið.
Af Súlum er afar fallegt útsýni. Göngubúnaður miðast við færi og aðstæður.
Vegalengd 6,5 km hvor leið, hækkun 880 m.
Grjótárhnjúkur í Hörgárdal, 1199 m. (fjall mánaðarins)
6. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er að Staðarbakka og áfram jeppaslóð að Ásgerðarstaðaseli og þar meðfram túnum. Farið er yfir Hörgána á móts við Grjótárdal (oftast hægt að fara á bíl yfir ána) og gengið fram dalinn. Farið er yfir Grjótána og upp á suðuröxl hnjúksins og síðan gengið til norðurs út á Grjótárhnjúkinn. Mikið útsýni yfir Hörgárdalinn.
Hækkun 870 m. Vegalengd alls 17 km.
Karlsárfjall. (fjall mánaðarins)
25. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ferðanefnd.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bænum Karlsá og upp suðurhrygg Karlsárfjalls.
Vegalengd 3,2 km hvor leið. Hækkun 700 m.
Skessuhryggur - Grjótskálarhnjúkur, 1214 m. Gönguferð. (fjall mánaðarins)
22. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er að Skarði í Dalsmynni og gengið þaðan á Skessuhrygg og áfram á hæsta hnjúk svæðisins, Grjótskálarhnjúk 1214 m með frábæru útsýni. Til baka er farið um Skarðsflár og Skarðsdal heim að Skarði.
Hækkun 1130 m og vegalengd alls 13 km.
Kerahnjúkur, 1100 m. (fjall mánaðarins)
5. September. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Helga Guðnadóttir.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið norður fyrir Dalvik að Sauðakoti. Gengið upp Sauðadal og á Kerahnjúk. Ef aðstæður leyfa verður Bassinn tekin í bakaleiðinni.
Vegalengd alls um 12,5 km. Hækkun 950 m.
Stórihnjúkur á Hlíðarfjalli. Gönguferð. (fjall mánaðarins)
10. október. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Einar Brynjólfsson.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Skíðastöðum og gengið þaðan eftir Mannshrygg upp á Hlíðarfjall og síðan norður eftir fjallinu á Stórahnjúk.
Vegalengd alls 10 km. Hækkun: 400 m.
Skólavarða, Vaðlaheiði. Gönguferð. (fjall mánaðarins)
14. nóvember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Anke-María Steinke.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Þetta er 2-3 klst. ganga við hæfi flestra.
Draflastaðafjall, 734 m. (fjall mánaðarins)
12. desember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Gunnar Halldórsson.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði og upp á fjallið, notið útsýnis og genginn góður hringur á fjallinu.
Þetta er frekar létt ganga við flestra hæfi.
Vegalengd 10 km. Hækkun 390 m.